fbpx

Reykjavíkurmaraþonið verður á sínum stað þetta árið en það er okkar mat að dagurinn sé með þeim fallegri á ári hverju. Ekki bara af því að á þeim degi flykkist ótrúlegur fjöldi fólks á götur borgarinnar og hleypur í þágu góðra málefna, heldur fylgjast líka margir með á hliðarlínunni og hvetja hlauparana áfram ásamt því að heita á þá.

LÍF hefur svo sannarlega fengið að njóta góðvildar bæði hlaupara og styrktaraðila og vonum við að svo verði líka þetta árið. Í ár söfnum við fyrir sérstökum blóðþrýstingsmælum sem tengjast fósturhjartsláttarmónitorum sem fyrir eru á Fæðingarvakt kvennadeildarinnar. Það er mikið hagræði að fá þessa mæla, meðal annars vegna þess að með þeim er mögulegt að flytja upplýsingar úr tækjunum yfir í rafrænar sjúkraskrár en slíkt sparar bæði tíma og eykur öryggi.

Það vantar tvo mæla á Fæðingarvaktina en hvor um sig kostar um 650 þúsund krónur og sem fyrr telur hver króna.

Vilt þú hlaupa fyrir LÍF og eiga þátt í að kaupa mælana?

Það er einfalt að skrá sig til leiks á síðu Reykjavíkurmaraþonsins en hér er síða LÍFS.

Við bjóðum jafnfram alla Lífshlaupara velkomna í Facebook hópinn okkar.