Frá því Líf var stofnað hefur heilmikið breyst á kvennadeild Landspítala, svo mikið að sumir tala um spítalann fyrir og eftir tilkomu Lífs. Aðbúnaður bæði starfsfólks og þeirra sem njóta þjónustunnar hefur verið bættur til muna, bæði með tækjum þar sem við á en einnig hlutum sem gera umhverfið notalegra. Það á nefnilega öllum að líða eins vel og kostur er innan veggja kvennadeildarinnar. Við eigum afar gott samstarf við starfsfólkið og leggjum okkur fram við að mæta sem flestum óskum þeirra um styrki til að gera góðan stað enn betri.
Það getum við gert með hjálp ykkar Lífsfélaga.
