fbpx

Líf styrktarfélag er óhagnaðardrifið félag (e. Non profit organization). Samkvæmt íslenskum skattalögum frá 1. Nóvember 2021, eru fjárframlög einstaklinga því frádráttarbær frá skatti. Frádráttur einstaklinga á einu almanaksári getur verið 10 – 350 þúsund krónur fyrir einstaklinga og allt að 700 þúsund fyrir sambúðarfólk og hjón. 

Upphæðin kemur til lækkkunar á útsvars- og tekjuskattsstofni. Skilyrði fyrir frádrætti hjá gefendum er að mótttakandi, Líf styrktarfélag sé skráð á almannaheillaskrá á því tímamarki sem gjöf er afhent eða framlag veitt. Það gleður stjórn Lífs styrktarfélags að tilkynna að félagið hefur verið skráð á almannaheillaskrá allt árið 2022 og því fá styrkjendur félagsins lækkun á útsvari (frádrátt) árið 2023. Styrkaðilar þurfa ekkert að aðhafast, hvort sem um er að ræða reglulegan stuðning eða einstakar gjafir til félagsins. Líf styrktarfélag sér um að koma upplýsingum um frádráttarbæra styrki til Skattsins sem lækkar skattstofn styrkaðila á viðkomandi starfsári. Afslátturinn nemur tekjuskattshlutfalli þess sem veitir styrkinn en hlutfall þess er breytilegt eftir tekjum. 

Hafir þú eða þitt fyrirtæki áhuga á að styðja við bakið á Lífi styrktarfélagi þá gengur þetta svona fyrir sig: 

Þú millifærir þá upphæð sem þú vilt styrkja inná reikning Lífs styrktarfélags (að lágmarki 10.000 kr. á almanaksári).

Reikningsnúmer: 515-14-411000

Kennitala: 501209-1040 eða millifærir á okkur með KASS  í númerið 833 3330 og AUR í númerið 123 833 3330

og sendir tölvupóst á lif@lifsspor.is með eftirfarandi upplýsingum:

  • Nafn greiðanda
  • Kennitala greiðanda
  • Upphæð styrks

Einnig getur þú valið að verða lífsfélagi með föstum mánaðarlegum greiðslum, sjá meðfylgjandi vefslóð:

Gerast Lífsfélagi – velja upphæð – Líf styrktarfélag (lifsspor.is)