LÍF á marga velunnara sem standa við bakið á félaginu og gera okkur þannig kleift að vera sá bakhjarl kvennadeildar sem við viljum vera.
Hér fyrir neðan er sagt frá nokkrum þeirra sem hafa látið gott af sér leiða með afrekum sínum til styrktar LÍF.
John Snorri Sigurjónsson á K2
John Snorri Sigurjónsson var ofurhugi og einn mesti fjallagöngumaður okkar Íslendinga. Þegar hann ákvað að láta gamlan draum rætast og klífa K2, sem er næsthæsta fjall veraldar og eitt það hættulegasta, langaði hann að láta gott af sér leiða í leiðinni. Þar sem hann var sex barna faðir og naut þjónustu Kvennadeildar Landspítalans oftar en margir aðrir, ákvað hann að styrkja Líf með því að safna áheitum. Honum tókst ætlunarverk sitt 28. júlí 2017 og varð þar með fyrstur Íslendinga til að klífa K2.
John Snorri lést árið 2021 þegar hann gerði tilraun til að vera meðal þeirra fyrstu til að klífa K2 að vetrarlagi ásamt tveimur félögum, sem einnig létu lífið. Talið er líklegt að þeir hafi náð á top fjallsins.
„Til að takast hið ómögulega verður maður að reyna hið fáránlega“. Þessi speki spænsks rithöfundar voru einkunnarorð John Snorra. Orð sem áttu vel við hjá manni sem vann endurtekið afrek sem okkur hinum fannst ótrúleg.
Blessuð sé minning Johns Snorra.