fbpx

Við erum orðlaus yfir mótttökunum

Á föstudag og laugardag bárust okkur beiðnir frá kvenlækningadeild og meðgöngu- og sængurlegudeild. Við sendum út ákall um aðstoð og hún lét svo sannarlega ekki á sér standa. Ótal manns hafa styrkt söfnun okkar fyrir fullkomnum blóðþrýstingsmælum fyrir þessar deildir í gegnum heimasíðu okkar, söfnunarreikninginn, AUR og Kass. Og okkur reiknast til að kl. 9:30 í morgun hafi upphæðin verið komin upp i 3.246.350

Þetta þýðir að þið eruð búin að safna fyrir 7,4 mælum!

Við vorum nokkuð kokhraust í gær og lögðum inn pöntun fyrir 6 mælum sem kvenlækningadeild og meðgöngu- og sængurlegudeild ætla að skipta á milli sín eftir þörfum. Við erum þó að skipuleggja næstu pöntun enda komin með bolmagn til að panta enn fleiri. Hver mælir telur þar sem draumastaða bara meðgöngu- og sængurlegudeildar einnar er að eiga 24 mæla, einn við hvert rúm.

Við höfum því ákveðið að halda söfnuninni opinni og bæta við eins og hægt er en hver mælir er afar vel þeginn á báðum deildum.

Takk öll elsku vinir, það sýndi sig svo sannarlega enn eina ferðina að margar hendur vinna létt verk. Þið eruð stórkostleg, öll sem eitt.