fbpx

LÍF hlaut í desember styrk upp á 250 þúsund krónur úr Samfélagssjóði Landsbankans. Styrkinn hlaut LÍF til að endurnýja vöggur fæðingarvaktar og sængurlegudeildar en búast má við nýju vöggunum á næstu vikum.

Sjóðurinn úthlutaði samfélagsstyrkjum að upphæð 15 milljónum og hlutu alls 33 verkefni styrk að þessu sinni. Ingrid Kuhlman, formaður LÍFS, tók á móti styrknum frá Guðrúnu Agnarsdóttur, formanni dómnefndar og Lilju B. Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.