fbpx

Þann 4.desember 2022 hélt Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir styrktartónleika til minningar um móður
sína, Bergrúnu Jóhönnu Borgfjörð. Bergrún Jóhanna greindist með krabbamein árið 2002 og lá leið hennar og fjölskyldu hennar endurtekið inn á kvenlækningadeildina í 10 ár. Hún lést þann 4. desember 2012 á kvennadeild Landspítala umvafin ástvinum og einstöku starfsfólki deildarinnar sem hafði annast hana af hlýhug. Á tónleikunum óskaði Aldís Fjóla eftir frjálsum framlögum tónlistagesta til að heiðra minningu móður hennar. Alls söfnuðust 316.500 kr. Hér færir Aldís Fjóla Hrund Magnúsdóttur deildastjóra Kvennlækningardeildar 21A og Elísabetu Örnu Helgadóttur, lækni móður sinnar og vinkonu fjölskyldunnar söfnunarféð. Líf færir Aldísi Fjólu bestu þakkir fyrir sýndan hlýhug og mun upphæðin koma að góðum notum á Kvennlækningardeild í minningu Bergrúnar Jóhönnu.