fbpx

Á kvenlækningadeild kvennadeildar eiga þær konur skjól sem kljást við sjúkdóma í kvenlíffærum. Sumar hverjar staldra þar stutt við á meðan aðrar eiga þar lengri dvöl. Það er afar mikilvægt fyrir bæði konurnar og fjölskyldur þeirra að aðstaðan sé góð, ekki bara til lækninga heldur líka fyrir notalegu stundirnar.

Það var því afar ljúft að geta loks tekið á móti fjölskyldu Steinunnar Jónu Sveinsdóttur síðasta föstudag en Steinunn greindist með krabbamein sumarið 2012 og lá endurtekið á kvenlækningadeild. Hún lést í ágúst 2018 en í minningu hennar gaf fjölskyldan Líf fjármuni sem nýttust til kaupa á húsgögnum og tækjum til að búa til notalegt kaffihorn sem staðsett er við svalir kvenlækningadeildar. Það heitir því fallega nafni Kaffihorn Steinunnar og minnir okkur á að allar okkar konur eiga sér sögu. 

Líf og kvennadeildin á stað í hjörtum margra og fyrir það erum við afar þakklát.

Fjölskylda Steinunnar frá vinstri: Vigdís Brynjólfsdóttir, Brynjólfur Borgar Jónsson, Gunnar Hinriksson, María Reynisdóttir og Reynir Tómas Geirsson.