fbpx

Kæru vinir, á föstudag hófum við söfnun fyrir fleiri fullkomnum blóðþrýstingsmælum á kvenlækningadeild, mælum sem mæla líka hita og mettun. Nú hefur okkur einnig borist beiðni frá meðgöngu- og sængurlegudeild.

Það er fyrirséð að konur muni í auknum mæli vera í einangrun á þessum deildum og þá skiptir máli að þurfa ekki að flytja mælana á milli stofa.

Hver mælir kostar um hálfa milljón og nú þegar erum við búin að safna ríflega 400 þúsund.

Við hvetjum alla sem tök hafa á að aðstoða okkur við að verða við þessum beiðnum frá kvennadeild. Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera ef margir leggjast á eitt <3

Þið getið styrkt kaupin með því að millifæra inn á söfnunarreikninginn okkar 515-14-411000 kt. 501209-1040 eða með AUR eða KASS appinu í síma 833 3330

Frétt á Vísi vegna kórónusmits á sængurlegudeild