Sumarið 2019 lést ung kona, Gunnhildur Vala Hannesdóttir, úr krabbameini. Gunnhildur Vala ætlaði sér að verða fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og var langt komin í sérnámi á kvennadeildinni þegar hún lést. Fjölskylda Gunnhildar Völu benti þeim sem vildu minnast hennar á Líf styrktarfélag og óhætt er að segja að aldrei í sögu Lífs hafa jafn mörg minningarkort verið skrifuð í minningu einnar konu.
Stjórn Lífs þótti við hæfi, í samráði við fjölskyldu Gunnhildar Völu og starfsfólk kvennadeildar, að hennar yrði minnst með táknrænum hætti inni á deildinni og fjármunirnir yrðu nýttir til að kaupa búnaði inn á nýja bráðamótttöku kvennadeildarinnar. Gunnhildarstofa er í dag mikið notuð en á daginn nýtist hún sem skoðunarherbergi á meðgönguvernd en eftir lokun tilheyrir hún bráðavakt kvennadeildarinnar.
Það var notaleg stund þegar nánasta fjölskylda Gunnhildar Völu heimsótti gamla vinnustaðinn hennar og skoðaði stofuna sem nefnd er eftir henni.