fbpx

Sumarið 2019 lést ung kona, Gunnhildur Vala Hannesdóttir, úr krabbameini. Gunnhildur Vala ætlaði sér að verða fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og var langt komin í sérnámi á kvennadeildinni þegar hún lést. Fjölskylda Gunnhildar Völu benti þeim sem vildu minnast hennar á Líf styrktarfélag og óhætt er að segja að aldrei í sögu Lífs hafa jafn mörg minningarkort verið skrifuð í minningu einnar konu.

Stjórn Lífs þótti við hæfi, í samráði við fjölskyldu Gunnhildar Völu og starfsfólk kvennadeildar, að hennar yrði minnst með táknrænum hætti inni á deildinni og fjármunirnir yrðu nýttir til að kaupa búnaði inn á nýja bráðamótttöku kvennadeildarinnar. Gunnhildarstofa er í dag mikið notuð en á daginn nýtist hún sem skoðunarherbergi á meðgönguvernd en eftir lokun tilheyrir hún bráðavakt kvennadeildarinnar.

Það var notaleg stund þegar nánasta fjölskylda Gunnhildar Völu heimsótti gamla vinnustaðinn hennar og skoðaði stofuna sem nefnd er eftir henni.

Fjölskylda Gunnhildar Völu frá vinstri: Valgerður Anna Hannesdóttir, Agnes Nína Elínar. Hannesdóttir, Þorbergur Leó Georgsson, Elín J. Oddsdóttir, Ragnheiður Elín Arnarsdóttir, Hannes K. Þorsteinsson, Sigrún Harðardóttir, Arnar Jan Jónsson og í felum bak við pabba sinn er Þorgerður Anna Arnarsdóttir.