fbpx

Við erum djúpt snortin yfir dugnaði allra sem hlupu fyrir LÍF í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og full þakklætis í garð allra sem hétu á hlauparana okkar. Með hjálp ykkar allra tókst okkur að safna yfir einni milljón króna og þar með fyrir ríflega átta nýjum vöggum á fæðingarvakt og sængurlegudeild kvennadeildar. Það er ekki sjálfgefið. Til hamingju öll með árangurinn sem svo sannarlega mun skila sér í betri aðbúnaði á kvennadeild okkar allra.