fbpx

ÍSAM í samstarfi við stórverslanir, ætla að styrkja Líf styrktarfélag með því að láta 250 kr af hverjum keyptum Pampers bleiupakka renna til félagsins.

Kíktu því eftir þessum límmiða á þínum bleiupakka og láttu gott af þér leiða.

Allur ágóði af átakinu mun renna óskiptur til að bæta aðbúnað og aðstöðu kvennadeildar Landspítalans.

Á undanförnum árum höfum við tekið þátt í að taka heilu deildirnar í gegn, keypt nýjan búnað og bætt aðstöðu skjólstæðinga deildarinnar sem og aðstandenda. Af nægu er að taka og er markmið okkar að kvennadeild Landspítalans sé með þeim fremstu í heimi.