fbpx

Má bjóða þér með okkur í göngu þriðjudaginn 4. júní? Við ætlum að ganga á þetta fallega fjall, Helgafell í Hafnarfirði, með Vilborgu Örnu Gissurardóttur en hún hefur sterkar taugar til félagsins og tók sæti í stjórn þess fyrir stuttu síðan.

Mæting er á nýja bílastæðið nálægt Kaldárseli kl. 18:30 og við gerum ráð fyrir að gangan taki 1,5-2 klst. Klæðnaður er eftir veðri en það er alltaf gott að hafa með sér vatn, orkubita og léttan jakka eða úlpu til vara.

Gangan er gjaldfrjáls en fyrir þau sem vilja styrkja LÍF þá er einfalt að gera það til dæmis með KASS appinu í númerið okkar 833 3330.

Sjá viðburð hér:  https://www.facebook.com/events/2294966557409428/

Gangan er í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ og er hluti af afmælisfögnuði LÍFS sem heldur upp á 10 ára afmæli á árinu.

Við hlökkum til að hitta þig!