fbpx

LÍF styrktarfélag heldur götuhlaupið Lífssporið sunnudaginn 14. maí og rennur allur ágóði af hlaupinu í söfnun fyrir nýju sónartæki fyrir kvennadeild 21A en ómtæki eru notuð í nánast öllum skoðunum kvenna sem koma á göngudeild kvennadeildar m.a. við greiningar og meðferðir fjölmargra sjúkdóma í kvenlíffærum, t.d. krabbameina, endómetríósu, vöðvahnúta í legi og fl. Tækið sem um ræðir kostar 6.500.000 kr 

Skráning fer fram á netskráning.is: 

https://netskraning.is/lifssporid/

 

Verðlaun

Verðlaun verða veitt fyrir 1. sæti karla og kvenna í 5 km og 10 km hlaupi auk þess sem fjöldi glæsilegra útdráttarverðlauna verður veitt heppnum þátttakendum úr öllum flokkum. Meðal vinninga eru gæða maskasett frá Bláa Lóninu, glæsilegir gjafapokar frá Feel Iceland, gjafakort frá Hreyfingu og gisting með morgunmat hjá Iceland Hotel Collection keðjunni  og fullt af fleiri flottum og spennandi vinningum. 

 

Hlökkum til að sjá ykkur öll og hlaupa/ganga saman til góðs.