fbpx

Á dögunum barst Líf styrkarfélagi höfðinglegur styrkur frá Líknarsjóði Ögnu og Halldórs Jónssonar að upphæð 5.000.000 kr.

Halldór og Agna, stofnendur Halldór Jónssonar hf., höfðu allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1955 haft mikin áhuga á heilbrigðismálum og létu strax til sín taka í þeim málaflokki. Eftir fráfall Halldórs árið 1977 stofnaði Agna líknasjóð í þeirra nafni og ánafnaði hún sjóðnum allar eigur sínar. Hlutverk sjóðsins er að styrkja hvers konar líknarstarfsemi á Íslandi. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum var árið 2010 og frá þeim tíma hefur verið úthlutað vel yfir hundrað milljónum til líknarmála.

Á myndinni má sjá Kristján S. Sigmundsson og Guðrúnu Herdísi Guðlaugsdóttur sem skipa stjórn Líknarstjóðsins Ögnu og Halldórs Jónssonar afhenta Veru Víðisdóttur, framkvæmdastjóra Lífs styrkinn. Á bakvið má sjá málverk af þeim heiðurshjónum, Ögnu og Halldóri.

Líf styrktarfélag þakkar innilega fyrir rausnarlegan styrk sem mun fara í kaup á nýjum lífsmarkamælum fyrir Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítala. Brýn þörf er á að endurnýja mælana á deildinni en um mikilvægt öryggistæki er að ræða og því kemur þessi styrkur sér einstaklega vel.