fbpx

John Snorri er kominn til Islamabad í Pakistan og þar með er undirbúningur fyrir K2 hafinn fyrir alvöru (ekki það að ganga upp á Lhotse hafi verið neitt grín). John Snorri flaug í dag frá Dubaí en í flugvélinni voru bara karlmenn og ekki boðið upp á vott né þurrt vegna Ramadan. Óhætt að segja að það hafi líklega verð örlítið sérstakt flug. Takk fyrir að fylgjast með okkur – við erum einnig að fylgast með á facebooksíðu verkefnisins

John Snorri á flugvellinum í Dubai í dag.