fbpx

John Snorri Sigurjónsson er ungur ofurhugi sem hefur verið ein mesta fjallageit okkar Íslendinga um þó nokkuð skeið en ekki farið mikið fyrir í fjölmiðlum. John Snorri hefur klifið nokkra af hærri tindum heims en setur núna markið á toppinn og ætlar í sumar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa fjallið K2, sem er 8.611 metra hátt og er talið eitt af erfiðustu fjöllum jarðar af klífa.

John Snorri er fimm barna faðir og þekkir því vel til á Kvennadeild Landspítalans. John Snorri hefur ákveðið að heita á Líf á sama tíma og hann freistar þess að komast á toppinn á K2. Við hjá Líf fögnum því og ætlum að fylgja honum eftir og safna um leið peningum fyrir félagið og ekki síður að vekja athygli á starfi Lífs.

Við stefnum á toppinn með John Snorra – og ætlum að taka ykkur með í ferðalagið með því að fylgja honum eftir á facebooksíðu okkar. Þar verða settar inn frettir, viðtöl og myndir af leiðangrinum. John Snorri hefur nú þegar hafið undirbúning og er farin af landinu þar sem hann mun klífa önnur fjöll áður en hann stefnir á toppinn á K2 í sumar.

Á myndinni er John Snorri ásamt Líney Móey eiginkonu sinni og fimm börnum. Einnig eru fulltrúar Líf á myndinni.

Facebooksíða Líf