fbpx

Líf Styrktarfélag hefur í nóg að snúast þessa dagana.  Við fylgdumst grannt með þegar John Snorri kleif fyrstur manna í þrjú ár, fjórða hæsta fjall heims eða Lhotse sem er næsta fjall við Everest.  Ferðin upp var  liður í udirbúning John Snorra að klífa eitt erfiðasta fjall í heimi K2 – í sumar. Hægt er að fylgjast með John Snorra á heimasíðunni Lífsspor.is.  Þar er einnig hægt að heita á göngugarpinn – öll upphæðin sem safnast rennur beint til Líf.  Einnig eru hér betri upplýsingar um samstarf okkar í Líf og John Snorra.

En við erum ekki bara í fjallamennsku þessa dagana þessa daganna erum við á fullu að undirbúa Globeathon hlaupið sem fram fer 10. september nk. Þetta er í fimmta skiptið sem við höldum þetta hlaup og síðustu ár hefur Krabbameinféllagið verið með okkur.  Hlaupið verður frá Nauthól og boðið er upp á 5. km. og 10 km. hlaup eða ganga.  Allt um hlaupið á hlaup.is.   Einnig er hægt að fylgjast með okkur á facebooksíðu okkar.

En áður en af Globeathon hlaupinu verður þá er stærsta hlaup ársins haldið eða sjálft Reykjavíkurmaraþonið. Þar verður eins og undanfarin ár hægt að hlaupa fyrir Líf. Allir sem það vilja geta skráðþað um leið og fólk skráir sig til leiks í hlaupið sem verður í ágúst eins og alltaf.

 Margt annað er í gangi hjá okkur sem við leyfum ykkur að fylgjast með hér og á facebooksíðunni okkar.