fbpx

827536„Þetta hefst allt fyr­ir fjór­um árum með því að ég höfuðkúpu­brotna,“ seg­ir Guðmund­ur Hafþórs­son, sem safnaði 1,7 millj­ón­um króna til styrkt­ar Lífs styrkt­ar­fé­lags með sól­ar­hrings­sundi 26. og 27. júní í fyrra.

Í dag var Guðmund­ar­stofa opnuð á kvenna­deild Land­spít­al­ans, en her­bergið var inn­réttað fyr­ir fé sem Guðmund­ur safnaði. Tvær aðrar stof­ur verða inn­réttaðar fyr­ir styrkt­ar­fé Guðmund­ar.

Guðmund­ur höfuðkúpu­brotnaði eft­ir högg sem hann varð fyr­ir í miðborg Reykja­vík­ur árið 2011. „Þá var mér sagt að ég þyrfti að gleyma því að hugsa um af­reksíþrótt­ir eða annað, ég væri bara á núllpunkti,“ seg­ir Guðmund­ur, en hann er af­reksmaður í sundíþrótt­um. „Ég mátti ekki hugsa um fer­il­inn minn í end­ur­hæf­ing­unni. Það bjargaði hins veg­ar lífi mínu að hafa verið í góðu formi fyr­ir, fyr­ir utan auðvitað allt fólkið sem sá um mig á spít­al­an­um.“

Gekk erfiðlega að synda í klukku­tíma

Ári eft­ir árás­ina ber Guðmund­ur upp þessa hug­mynd, að synda í sól­ar­hring sam­fleytt, enda þá kom­inn í til­tölu­lega gott form aft­ur. „Ég segi við pabba að ég ætli mér að synda í sól­ar­hring. Hann hló að mér og spurði hvort ég vildi ekki fyrst prófa að synda í klukku­tíma.“

   Screen capture 7
Guðmund­ar­stofu er ætlað að vera heim­il­is­legri en spít­al­an­um al­mennt. Lit­ir eru þægi­leg­ir og ró­andi mynd­ir á veggj­um. Guðmund­ur lagði sjálf­ur til að sjón­varpi væri komið fyr­ir í her­berg­inu.mbl.is/Þ​órður Arn­ar Þórðar­son

Það gekk ekki vel. „Lík­am­inn brást ekki vel við svona löngu sundi. Ekki þarna alla­vega, ári eft­ir árás­ina. Ég setti mér samt það mark­mið að synda til góð með því að synda í sól­ar­hring. Þá var hugs­un­in að þakka spít­al­an­um fyr­ir með því að safna fyr­ir gott mál­efni.“

Hjart­slátt­ur ný­fæddr­ar dótt­ur upp úr öllu valdi

Guðmund­ur hélt áfram bar­áttu sinni við að kom­ast í betra form. „Svo í janú­ar 2014 fæðist okk­ur Kar­en önn­ur stelpa og við end­um á að vera í 10 daga með hana hérna á vöku­deild.“ Dæt­ur Guðmund­ar og Kar­en­ar heita Heiða Dögg, bráðum átta ára, og Helena Rut. Þegar út­skrifa átti Helenu var hjart­slátt­ur­inn hjá henni upp úr öllu valdi, en hún hafði verið með hita þegar hún fædd­ist. Í ljós kom að hún er með auka rás í hjart­anu. Við þær frétt­ir létti Guðmundi, því hann vissi að hægt væri að meðhöndla slík­an kvilla.

„Þarna kviknaði hug­mynd­in að gera eitt­hvað fyr­ir Barna­spítal­ann. Við fund­um fyr­ir því hvað það mætti bæta aðstöðuna fyr­ir fjöl­skyld­ur, en líka hvað ástandið væri í raun­inni gott, þannig séð. Við feng­um svo góða hjúkr­un­ar­fræðinga og ljós­mæður, og okk­ur leið svo vel. VIð vild­um létta und­ir með þeim þannig að for­eldr­ar væru kannski af­slappaðir í sam­skipt­um og að það þyrfti ekki að hugsa um þá, í ofanálag við öll veiku börn­in,“ sagði Guðmund­ur.

Merking Guðmundarstofu. Þar geta konur sem eiga börn á vökudeild dvalið, en vökudeildin er steinsnar ...Merk­ing Guðmund­ar­stofu. Þar geta kon­ur sem eiga börn á vöku­deild dvalið, en vöku­deild­in er steinsnar frá stof­unni. mbl.is/Þ​órður Arn­ar Þórðar­son

Hann fór því á fund með yf­ir­mönn­um spít­al­ans og spurði hvað hann gæti gert. Þar fékk hann þær upp­lýs­ing­ar að tala við Líf styrkt­ar­fé­lag, sem sér um kvenna­deild­ina.

Afrakst­ur­inn er eins og áður seg­ir Guðmund­ar­stofa, vel út­bú­in stofa fyr­ir mæður með barn á vöku­deild, auk tveggja annarra stofa sem eft­ir á að út­búa.

Spít­al­inn háður gjafa­fé

Helga Sig­urðardótt­ir, yf­ir­ljós­móðir á meðgöngu- og sæng­ur­legu­deild Land­spít­al­ans, seg­ir að í þessu ár­ferði þurfi spít­al­inn mikið að reiða sig á gjafa­fé til fram­kvæmda.

„Rekstr­ar­fé til deild­ar­inn­ar er mjög naumt skammtað. Rekst­ur meðgöngu- og sæng­ur­legu­deild­ar er aðallega launa­kostnaður og al­menn­ur rekst­ur deild­ar­inn­ar, ekki lyfja­kostnaður. Það hef­ur í raun og veru verið þannig að ég hafi þurft að sækja um styrki til alls, upp­haf­lega til að klára að gera deild­ina upp, sem var gert árið 2011 þegar ég tók við sem deild­ar­stjóri,“ sagði Helga við opn­un Guðmund­ar­stofu í dag. Við stærri fram­kvæmd­ir á hús­næði deild­ar­inn­ar legg­ur ríkið fram helm­ing fjár­ins á móti Líf styrkt­ar­sjóði.

Helga Sigurðardóttir.Helga Sig­urðardótt­ir. mbl.is/Þ​órður Arn­ar Þórðar­son

Hún seg­ir að rúm­dýn­ur hafi verið slitn­ar og ekki verið til fjár­magn til að end­ur­nýja þær. „Ég fékk því styrk til að kaupa fimm nýj­ar rúm­dýn­ur. Svo fékk ég styrk til að kaupa blóðþrýst­ings­mæla og eig­in­lega öll tæki sem manni finnst eiga að vera part­ur af rekstr­in­um,“ sagði Helga.

„Svona er þetta öll árin, ég var að leggja inn um­sókn um styrk fyr­ir fjór­um nýj­um blóðþrýst­ings­mæl­um til Lífs styrkt­ar­fé­lags og vona að það verði af­greitt hratt og vel. Ann­ars er maður bara í vand­ræðum og bíður eft­ir næstu fjár­lög­um, sem hafa ekki verið glæsi­leg.“

Styrk­ir á borð við þann sem Guðmund­ur safnaði fyr­ir deild­ina koma sér því mjög vel. „Í raun og veru er þetta bara orðinn hluti af rekstri deilda, fé frá velunn­ur­um,“ seg­ir Helga. Auk Guðmund­ar­stofu er verið að gera upp and­dyri kvenna­deild­ar­inn­ar fyr­ir styrkt­ar­fé. „Við reiðum okk­ur á það til að hafa hlut­ina í lagi,“ seg­ir Helga.

Tók slag­inn fyrst tíu tíma sund drap hann ekki

Á mynd­um sem sýnd­ar voru af sund­inu og frá­sögn fólks­ins sem studdi Guðmund í sund­inu var út­lit fyr­ir að hann hefði getað synt ann­an sól­ar­hring. Guðmund­ur hlær inni­lega þegar blaðamaður spyr hvort sú hafi verið raun­in.

Guðmundur og fjölskylda í hinni nýopnuðu Guðmundarstofu.Guðmund­ur og fjöl­skylda í hinni nýopnuðu Guðmund­ar­stofu. mbl.is/Þ​órður Arn­ar Þórðar­son

„Ég væri auðvitað að ljúga ef ég segði að þetta væri skítlétt. Þetta er ekki eitt­hvað sem maður bara stekk­ur út í og ger­ir. Það fór mik­ill tími í að æfa fyr­ir þetta.“

Lengsta sundið sem Guðmund­ur synti í und­ir­bún­ingn­um var 10 tíma sund. „Þegar ég sá að tíu tím­arn­ir drápu mig ekki þá sá ég fram á að þetta yrði ekki eitt­hvað stór­mál.“

Hann seg­ir að tvennt hafi þurft að liggja fyr­ir þegar hann tæk­ist á við sundið. Ann­ars veg­ar þyrfti að vera gott veður, hins veg­ar að það væri fólk á bakk­an­um og með hon­um í sund­laug­inni all­an tím­ann.

Leidd­ist af­skap­lega fyrstu tvo tím­ana

„Í júní í fyrra voru þess­ir tveir dag­ar senni­lega þeir bestu allt sum­arið. Þegar ég var spurður hvað var erfiðast í sund­inu þá var það að þegar ég var bú­inn með svona tvo eða þrjá tíma af sund­inu, þegar ég var ný­byrjaður, þá var eng­inn í sundi. Fólk var að vinna og laug­in var tóm. Þá leidd­ist mér al­veg gríðarlega. Ég var ekk­ert þreytt­ur lík­am­lega, en mér leidd­ist.“

Upp úr klukk­an fjög­ur á föstu­deg­in­um hafi sund­sókn farið að glæðast. „Um nótt­ina var fólk á bakk­an­um sem kom bara til að fylgj­ast með. Það var tónlist á bakk­an­um, fólk að spjalla og stökkva ofan í og synda, alla nótt­ina, og stemn­ing all­an tím­ann. Þetta var eng­inn skemmti­staður en þegar ég stoppaði í þess­ar fimm mín­út­ur á klukku­tíma fresti þá var stemn­ing. Þetta var því aldrei erfitt þannig séð í hug­an­um,“ seg­ir Guðmund­ur.

„Þetta var stór­kost­leg upp­lif­un og þakk­læti mitt fer til allra sem voru með mér, og til Lífs styrkt­ar­fé­lags. Síðast en ekki síst þakka ég fólk­inu sem lagði pen­inga í þessa söfn­un.“ Þar sem við Guðmund­ur sitj­um í nýopnaðri Guðmund­ar­stofu sé ég að hann skipt­ir ör­lítið um gír.

Sorg­legt að ein­stak­ling­ar þurfi að fjár­magna spít­al­ann

„Það er að vissu leyti mjög sorg­legt að ein­stak­ling­ar þurfi að koma inn og aðstoða svona stofn­un eins og spít­al­inn okk­ar er. Við erum að horfa á að lækn­ar og hjúkr­un­ar­fræðing­ar fóru í verk­fall og það er allt í háa­loft. Svo horf­ir maður á út­gerðarfé­lög­in og bank­ana sem skila millj­örðum í hagnað. Ef þessi stóru fyr­ir­tæki myndu bara setja nokkr­ar pró­sent­ur af þess­um hagnaði í svona mik­il­væga stofn­un eins og spít­al­inn okk­ar er, þá vær­um við að sjá svo miklu betra heil­brigðis­kerfi,“ seg­ir Guðmund­ur. All­ur góðvilji sem fyr­ir­tæk­in fengju yrði svo miklu miklu meira, og við gæt­um öll hagn­ast á þess­um hagnaði.“

Næstu skref hjá Guðmundi og fjöl­skyldu verða flutn­ing­ur til Dan­merk­ur, þar sem hann hef­ur verið ráðinn sundþjálf­ari. „Líf mitt hef­ur meira og minna verið í kring­um sundið. Eft­ir að vera að þjálfa hér á Íslandi og í Kan­ada þá tók við smá ró­leg­ur tími í þessu. Eft­ir sundið byrjaði ég með skriðsunds­kennslu fyr­ir full­orðna og þjálf­ara­hungrið varð meira og meira þannig að ég fór að senda út fer­il­skrár til Dan­merk­ur og Kan­ada.“ Kallið kom svo frá Gladsaxe, bæ rétt fyr­ir utan Kaup­manna­höfn.

„Þar verð ég ann­ar tveggja þjálf­ara sem sjá um úr­vals­hóp bæði yngri og eldri sund­manna. Þar tek­ur við eins árs samn­ing­ur sem verður von­andi fram­lengd­ur til 2020,“ seg­ir Guðmund­ur. „Við ætl­um okk­ur stóra hluti fram að Ólymp­íu­leik­un­um 2020.