fbpx

Globeathon2014log

Þann 14. september síðastliðinn var Globeathon 2014  haldið, en það er alþjóðlegt átak þar sem vakin er athygli

á krabbameini í kvenlíffærum. Þetta var í annað sinn sem Globeathon var haldið á heimsvísu. Árið 2013 tóku 60 lönd í 130 borgum þátt og var þátttaka framar björtustu vonum skipuleggjenda hlaupsins.

Þátttakan í ár var engin undantekning en um 280 hlauparar tóku þátt í ár sem er rúmlega tvöföldun á þátttöku frá því í fyrra og var fjöldi landa sem tóku þátt hátt í 80 og því var fólk um allan heim sem tók þátt í að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni.

Í ár voru það Líf styrktarfélag og Krabbameinsfélag Íslands sem stóðu saman að þessum viðburði.

Allur ágóði af hlaupinu rennur til málefna kvenna með krabbamein í kvenlíffærum.