fbpx

Lífskraftur í samstarfi við Líf styrktarfélag, Kraft, Krabbameinsfélagið og Tilveru stendur fyrir málþingi um ófrjósemi í kjölfar krabbameins þriðjudaginn 12. september milli kl.16.30-18.30 í Háskólanum í Reykjavík.

Dagskrá:
16.30 – 16.45 G. Sigríður Ágústsdóttir upphafskona Lífskrafts

16.45 – 17.00 Reynslusaga

17.00 – 17.15 Vigdís Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Langvinnar og síðbúnar aukaverkanir eftir krabbameinsmeðferð hjá fólki á barneignaraldri.

17.15-17.30 Kolbrún Pálsdóttir, yfirlæknir á kvenlækningadeild Landspítala. Að greinast með krabbamein á barneignaraldri.

17.30-17.45. Kristbjörg Heiður Olsen, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir hjá Livio. Varðveisla frjósemi við krabbameinsgreiningu.

17.45-18.00 Aldís Eva Friðriksdóttir, sálfræðingur á Sálfræðistofunni Höfðabakka og starfar fyrir Tilveru. Andleg líðan og mikilvægi sálræns stuðnings við ófrjósemi.

18.00-18.30 Aldís Eva Friðriksdóttir, G. Sigríður Ágústsdóttir, Kolbrún Pálsdóttir, Kristbjörg Heiður Olsen og Vigdís Guðmundsdóttir taka þátt í pallborðsumræðum.

Við hvetjum ykkur öll að mæta og taka þátt í þessari mikilvægu umræðu 🤍