fbpx

Aðfaranótt 3. janúar 2006 fór ég upp á deild til að athuga hvort ekki væri allt ekki í lagi eftir að það byrjaði að blæða hjá mér. Ég fór til að athuga hvort ekki væri í lagi með barnið en fór ekki þaðanaftur það sem það voru 2 mínútur á milli hríða og leghálsinn fullstyttur, sem þýðir hótandi fyrirburafæðing, en ég var þá komin 30 vikur. Ég fékk strax stera og lyf til að koma í veg fyrir fæðinguna og styrkja lungu barnsins. Ég mátti ekki hreyfa mig og fékk því alla þjónustu í rúmið í herbergi frammi á ganginum uppi. Maðurinn minn gat ekki sofið hjá mér vegna plássleysis en ég var mjög jákvæð og taldi mig vera í góðum höndum, sem reyndist vera rétt – ég var í frábærum höndum.

Sjá meira á Facebooksíðu Lífs.