fbpx

Í tilefni söfnunarinnar sem er í gangi núna fyrir kvennadeild Landspítalans þá langar mig að segja mína reynslu af þessari stofnun og þá staðreynd hvað þetta hefur lítið breyst.

Ég lagðist fyrst inn á kvennadeild landspítalans fyrir um 20 árum síðan, ég fór í smávægilega aðgerð eftir fósturmissi. Eftir aðgerðina var ég lögð inn á 6 manna stofu, við vorum 5 hressar kellur þarna á stofunni og eitt autt rúm og í rauninni fannst mér ekkert slæmt að liggja þarna inni, við kynntumst ágætlega. Þarna var m.a. kona sem var að jafna sig eftir aðgerð vegna utanlegsfósturs, hún missti annan eggjaleiðarann, og önnur kornung sem var að missa legið og við vorum tvær þarna vegna fóstursmissi, báðar komnar yfir 12 vikur þegar við misstum.

Lesa meira hér.