fbpx

Ég var að horfa á auglýsingar frá átakinu Líf og þá fór ég að hugsa um hvernig það var þegar barnið mitt fæddist og hvort ég eigi nokkurn tímann eftir að geta talað um það eða hugsað um það án þess að fara að gráta. 

Þegar strákurinn fæddist vorum við búin að bíða eftir honum í tólf daga og vorum skiljanlega orðin spennt að fá hann í heiminn. Ég var orðin mjög þreytt, bumban var stór en mér leið engu að síður furðu vel. 

Þegar við komum upp á LSH klukkan 7 um morguninn á föstudegi var ég með sæmilegar hríðir á ca. 3 mínútna fresti. Þó var ég bara með tvo í útkvíkkun en sökum þess hve langt ég var gengin yfir settan dag var ákveðið að halda mér inni þangað til barnið kæmi. Ég fór í baðker og beið átekta. Á milli 10 og 11 var ég komin með fjóra í útvíkkun og hélt bara áfram að hanga í baðinu, þar réði ég best við verkina og allt gekk vel. Ég man að mér fannst þetta ganga heldur hægt en ég gerði mér grein fyrir því að fyrstu börn taka oft langan tíma svo ég var ekkert að stressa mig á þessu. Um tvöleytið var ég ennþá með fjóra í útvíkkun og var farið að þykja nóg um. Þá var mér farið að líða hræðilega illa, ég var orðin langþreytt á hríðunum sem hörðnuðu og hörðnuðu en skiluðu engum árangri. Fyrir þá sem ekki vita þá er ógeðslega vont að vera með hríðir, þær eru ekki eins og risastór túrverkur, þær eru meira eins og maður sé að melta ninjastjörnur – að minnsta kosti hjá mér. 

Sjá meira á Facebooksíðu Lífs.