fbpx

Ég held að ég sé nú heldur betur búin að fá að kynnast kvennadeild Landspítalans – ég er búin að prufa allar hæðirnar/allar deildirnar og hef kynnst mörgum yndislegum konum sem starfa þar.

Fyrstu hæð fékk ég að kynnast í janúar 2009 þegar ég var komin 8 vikur á leið. Ég var mætt í móttöku kvennadeildar LSH eftir kvalafulla nótt heima og var að líða útaf vegna sársauka, kl. 7:45 um morgunin. Það var ein hjúkkan sem sá mig í stiganum skjannahvíta að bíða eftir að það opnaði, mér var kippt inn og sett strax í skoðun , það kom í ljós að ég væri með utanlegsfóstur og það þyrfti að senda mig í uppskurð til að fjarlægja fóstrið. Það leið nú ekki langur tími þangað til eggjaleiðarinn sprakk og ég var send í aðgerð med det samme.

Sjá meira á Facebooksíðu Lífs.