fbpx

Sumarið 2009 varð ekki eins og ég var búin að sjá það fyrir mér. Hélt að sumarið færi í það að vera kasólétt og njóta síðustu mánaðanna með kúluna upp í lofti, göngutúra í góðu veðri og eiga góða stundir með börnum mínum og manni. Þetta átti að vera góður tími en við biðum enn betri tíma um haustið þegar von var á þriðja barninu.

Sumarið fór hinsvegar í allt aðra átt en ég bjóst við. Þegar ég var komin 32 vikur fór að blæða hjá mér og við skoðun kom í ljós að ég var með fylgjulos og því var ekkert annað í stöðunni þegar samdrættir og útvikkun kom einnig en að senda mig í bráðakeisara. Það er ómögulega hægt að átta sig á því á hálftíma að barnið sem þú ætlaðir að fæða inn í heiminn eftir tvo mánuði er að koma NÚNA en það liðu aðeins 30 mínútur frá því að læknir tilkynntu okkur hjónum að það væri verið að kalla út fólk fyrir keisarann og þangað til dóttir okkar var fædd.

Sjá meira á Facebooksíðu Lífs.