fbpx

Það var einn yndislegan dag í febrúar sem við fengum að vita að við áttum von á tvíburum. Allt í einu þurftum við að fara að hugsa allt í öðru veldi og þær upplýsingar sem ég hafði aflað mér um meðgöngu og fæðingu áttu einfaldlega ekki við lengur. Þegar tvíburameðganga og fæðing er framundan er að mörgu að huga.

Frá 16. viku var ég með samdrætti en sem betur fer verkjalausa. Það leið ekki á löngu þar til mér var sagt að taka því rólega. Þegar ég var komin tæpar 28 vikur fór ég fyrst af stað en var sem betur fer stoppuð af. Þarna fékk ég stera til þess að þroska lungun hjá tvíburunum ef þau skyldu koma fyrr í heiminn. Ég lá inni á meðgöngudeildinni í 4 daga og voru ljósmæðurnar boðnar og búnar til þess að aðstoða mig í einu og öllu. Maðurinn minn fékk að vera með mér allan sólarhringinn en okkur til mikillar ánægju fékk ég þó að fara heim með því skilyrði að liggja nánast fyrir.

Sjá nánar á Facebooksíðu Lífs.