fbpx

Við hjónin höfðum reynt að eignast barn lengi og fengum loksins langþráða já-ið okkar með hjálp tæknimeðferðar. Við tók frábær tími á rósrauðu skýi og vorum við bæði hæstánægð. Meðgangan gekk vonum framar og ég var mjög hress. Stundaði jóga, sund og mikla göngu. Allar skoðanir komu vel út og mér leið frábærlega þar til einn sunnudag, þá komin 31 viku á leið, fékk ég höfuðverk sem ég ætlaði ekki að losna við. Það var búið að bjóða mér í heimsókn þetta sama kvöld og svo fór að ég treysti mér ekki að fara sökum verkja í höfði. Ég ákvað að fara snemma að sofa og reyna að hrista verkina af mér.

Ég vaknaði svo rétt eftir kl.7 við verki í móðurlífinu og smávegis blæðingu. Ég átti pantaðan tíma þennan morgun í mæðraeftirlit og var óörugg um framhaldið svo ég bað manninn minn um að koma með mér. Ljósmóðirin tók á móti mér opnum örmum, mældi blóðþrýsting, tékkaði á próteini í þvagi og skoðaði mig. Því næst bað hún okkur að bíða svo hún gæti ráðfært sig við lækni. Okkur fannst þessi tími mjög lengi að líða, en satt best að segja voru þetta ekki nema nokkrar mínútur. Hún sneri aftur með þær fréttir að þau grunuðu að ég væri að fá meðgöngueitrun og að Meðgöngudeildin ætti von á okkur. Allt hafði gengið svo vel fram að þessu að við höfðum eiginlega ekkert undirbúið okkur fyrir að nokkuð gæti farið úrskeiðis og vissum í raun ekki hversu alvarleg meðgöngueitrun gat verið. Svo við keyrðum upp á spítala og vorum hin rólegustu.

Sjá meira á Facebooksíðu Lífs.