fbpx

Meðgangan gekk mjög vel, allt gekk eins og í sögu. Komin tæpar 20 vikur fór ég að finna fyrir þreytuverkjum.  Komin 23 vikur og 1 dag  var furðulegur dagur, vinnan gekk vel og þegar fór að róast síðdegis ákvað ég að kíkja til ljósmóðurinnar og biðja hana að athuga hvort að það væri ekki örugglega allt í lagi – það var eitthvað í undirmeðvitundinni sem sagði mér að fara og láta kíkja á mig. Ég beið í 3 klukkutíma eftir skoðun og var alveg við það að fara bara og koma aftur síðar, leið svolítið eins og „paranoja“ óléttu konunni sem er alltaf með vesen. En svo var ég skoðuð og kom þá í ljós að leghálsinn var orðinn mjúkur nánast fullstyttur og komin með 1 í útvíkkun, læknirinn sá í belginn. Tíminn stöðvaðist, öll völd voru tekin af mér, skyndilega var ég komin í rúmlegu inni á spítala og mátti ekki hreyfa mig, hafði klósettleyfi og fékk að fara í sturtu. Ég hringdi í manninn minn í algjöru sjokki, hann átti að koma, hann varð bara að redda sér, ég var á bílnum og mátti ekki fara og sækja hann né bíllyklana eða fötin mín, ég var enn í vinnufötunum. Ég var skyndilega tekin „úr umferð“ og gert að liggja algjörlega fyrir föst inni á spítala. Við máttum alveg eiga von á því að strákarnir væru að koma til okkar.

Sjá meira á Facebooksíðu Lífs.