fbpx

„Í tilefni af stofnun LÍFS – styrktarfélags fyrir kvennadeild LSH fór ég að hugsa um síðustu reynslu mína af sængurkvennaganginum og gat ekki stillt mig um að setja þessa mynd inn. Í þessu loftlausa herbergi (geymslu) var ég sett með þriggja daga gamalt barn sem fæddist fimm vikum fyrir tímann og var með slæma gulu. Það var ekki aðgangur að baðherbergi (ég þurfti að fara yfir gang og inn á annað herbergi til að komast í þá aðstöðu), ekki sjúkrarúm og ekki bjalla sem gerði mér kleift að kalla á hjúkrunarfræðing. Ég var að mestu ein í þessu litla loftlausa herbergi og gat eðilega ekki farið frá barninu. Var samt að kafna í eitt skiptið og fór þá fram og út á svalir og hitti þá hjúkrunarfræðing sem sagði mér réttilega að ég mætti ekki skilja veikt barn eitt eftir. Eftir á að hyggja finnst mér með ólíkindum að ég hafi ekki fengið fæðingarþunglyndi eftir þessa ömurlegu reynslu á sængurkvennaganginum. Ég hefði örugglega ekki komist heil í gegnum þetta ef þetta hefði verið mitt fyrsta barn. Vona að fleiri konur þurfi ekki að lenda í þessu.“

Sigrún Sigurðardóttir