fbpx

Þann 14. júlí 2010 fæddist okkur yndislegur drengur, Þórhallur Anton var nafnið sem hann fékk strax við fæðingu. Við vorum búin að bíða lengi en hann kom til okkar eftir 9 uppsetningar hjá Art Medica. Móðirin komin af léttasta skeiði kannski, 44 ára gömul þegar hann fæddist. Á milli hans og næsta fyrir ofan eru 18 ár.

Margt hefur breyst en ekki nóg.

Þórhallur var tekinn með keisara vegna fyirsætarfylgju. 

Ég vil þakka öllu þessu yndislega starfsfólki fyrir hvað það fór vel um okkur þarna. Við eigum eiginlega engin orð fyrir þakklætið!

Guðrún, Sveinn og Þórhallur Anton

P.S. Ég vil líka þakka fyrir yndislega þjónustu sem barnabarnið mitt fékk þegar hann kom í heiminn á Þorláksmessu 2009!