fbpx

Ég var lögð inn á meðgöngudeild í júní 2008 vegna þess að ég var með fyrirsætafylgju. Ég var komin 23 vikur á leið og svo fékk ég mikla meðgöngueitrun og var komin í mikla lífshættu þannig að 2. júlí fór ég í bráðakeisara. Fæddist þá sonur minn, 510 gr eða 2 merkur og 29,5 cm. Hann lá á vökudeild í 4 mánuði og starfsfólk þar var yndislegt og gerði allt fyrir mann sem hægt var að gera.

Það er mikil lífsreynsla að eignast svona mikinn fyrirbura og margir fylgikvillar geta fylgt því en hann er alveg heill. Hann er með lungasjúkdóm í dag en er rosalega duglegur.

Kristbjörg Gunnarsdóttir