fbpx

Í september 2008 komst ég að því að ég væri ólétt. Í snemmsónar stuttu seinna, þá gengin 8-9 vikur, komst ég að því að það væru tvíburar og okkur sagt að það væru einhverjar líkur á að annar þeirra myndi fara. Áætlaður fæðingardagur var 5. maí 2009.

Næstu dagar og mánuðir voru í móðu og ég var endalaust að hugsa um það hvort hinn væri farinn eða ekki. Fór í smá afneitun, en rankaði við mér þegar ég hætti að vinna sökum mikillar grindargliðnunar og álags enda vinnandi í ungbarnaleikskóla. Það var í lok janúar 2009.

Ég fór að tína til hluti hingað og þangað og finna það sem okkur vantaði fyrir litlu tvíbbana. Skelltum okkur á tvíburafræðslu sem átti eftir að nýtast okkur vel.

Sjá meira á Facebooksíðu Lífs