fbpx

Eftir tvær meðgöngur og tvö börn get ég ekki annað en gefið Kvennadeild Landspítalans bestu einkunn!

Fyrri meðgangan átti sér stað 2007 – ég fór snemma á meðgöngunni í fyrstu heimsóknina til þeirra upp á Kvennadeild og kynntist þessu yndislega starfsfólki sem þar starfar.  Eftir 42 vikna meðgöngu voru heimsóknirnar og símtölin orðin nokkur, en svo var komið að stóru stundinni.  Ég átti að mæta í gangsetningu þar sem barnið ætlaði ekkert að koma sér í heiminn – á meðan ég var að taka mig til í sjúkrahúsheimsóknina hófust hins vegar verkirnir og allt fór af stað. Við foreldrarnir fórum í Hreiðrið og ég skellti mér í pottinn og gerði mitt besta til að koma barninu í heiminn. Eftir nokkurn tíma var ég skoðuð af lækni og ákveðið að það þyrfti inngrip – þannig að ég var færð inn á fæðingargang og ákvörðun tekin um keisaraskurð. Eftir hálftíma um miðja nótt, var búið að gera allt tilbúið og ég lá inn á skurðstofu og dáðist að þessu fagfólki sem við eigum. Allir vildu allt fyrir mig og litla barnið mitt gera – stúlkan kom í heiminn örfáum mínútum síðar. Ég var flutt niður á sængurkvennadeild síðar um nóttina og sett í herbergi með annarri konu, sem einnig hafði farið í keisara 3 dögum áður. Mér fannst strax mjög erfitt að vera ósofin, með nýtt barn, inn á stofu með ókunngri konu. Hún var samt yndisleg, reyndi að gefa mér góð ráð og sagðist fara heim daginn eftir og vonandi fengi ég bara að vera ein í stofunni þá – það mátti láta sig dreyma….

Sjá meira á Facebooksíðu Lífs