fbpx

20161207_155846Í dag fögnuðum við 7 ára afmæli, en Líf styrktarfélag var stofnað 7. desember 2009 með það stóra markmið að gera kvennadeild Landspítalans sem glæsilegasta. Það má með sanni segja að félagið hafið tekið til hendinni undanfarin ár og látið til sín taka í þeim efnum. Við erum samt hvergi nærri hætt og erum rétt að byrja. Enda bara 7 ára og ný byrjuð í grunnskóla.

Í tilefni dagsins ákváðum við að fagna með starfsfólki deildarinnar sem eru í raun hjarta starfseminnar. Við vildum þakka þeim fyrir samstarfið á liðnum árum og fyrir þeirra góða starf. En partur af okkar hlutverki er að gera þeirra umhverfi betra svo þau getið veitt bestu þjónustu sem völ er á.

Til hamingju allir með Líf styrktarfélag.