Það ríkti svo sannarlega gleði á mæðravernd Kvennadeildarinnar í gær þegar sjö nýir blóðþrýstingamælar mættu í hús en þeim var dreift á allar stofur mæðraverndar þar sem fram fer sérhæft eftirlit fyrir konur sem eru með eða fá áhættuþætti á meðgöngu. Nýju mælarnir eru sérstaklega viðurkenndir fyrir konur á meðgöngu sem er frábært en það er ekki það eina, það skiptir líka máli að tækjabúnaður sé svipaður. Það eykur nefnilega öryggið en eldri mælar voru komnir vel til ára sinna og engir tveir eins.
Takk kæru styrktaraðilar fyrir að gera Líf kleift að styðja við kvennadeild Landspítalans. Þetta er ykkur að þakka!