fbpx

 

..og þér er boðið til veislu!

Líf styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans heldur upp á  5 ára afmæli sitt þann 7. desember nk. Af því tilefni verður efnt til veislu með vinum og velunnurum félagsins þar sem saga þess verður rifjuð upp í máli og myndum ásamt því að góðir gestir heiðra afmælisbarnið með nærveru sinni.

 Veislan verður haldin á veitingastaðnum Hannesarholti, Grundarstíg 10, 101 Rvk  og stendur frá kl.15:00 – 16:00.

Líf styrktarfélag kvennadeildarinnar var stofnað 7.  desember 2009 af velunnurum og starfsfólki Landspítalans og hefur hlúð að uppbyggingu deildarinnar með margvíslegum leiðum, s.s. fræðslufundum, kynningu og söfnunum, sem hefur skilað sér í bættum aðbúnaði fyrir konur og fjölskyldur þeirra.

 Dagskrá:

1. Bjarney Harðardóttir, formaður Lífs. Bjarney rekur sögu félagsins í máli og myndum.

2. Samstarfsverkefni Lífs og Igló&Indí.  Tinna Ólafsdóttir kynnir.

3. Vilborg Arna Gissurardóttir, suðurpólfari segir frá verkefnum sínum og markmiðum.

4. Guðmundur Hafþórsson segir frá 24 stunda sundinu sínu í sumar.

5. Þórunn Antonía Magnúsdóttir söngkona segir frá reynslu sinni og dvöl á kvennadeildinni og tekur lagið fyrir afmælisgesti.

6. Stefán Hilmarsson söngvari og verndari Lífs styrktarfélags syngur.

Fundarstjóri:  Þórunn Hilda Jónasdóttir

Að lokinni dagskrá býðst gestum að styðja við starfsemina með því að gæða sér á kaffi og köku í kaffistofu Hannesarholts en kaffi og tertusneið kostar 2.000 krónur.  Af því renna 800 krónur beint til Lífs styrktarfélags.

Hlökkum til að sjá þig!

Picture1