fbpx

Fjáröflunarnefnd Lífs stóð fyrir Barnavörubasar í lok nóvember síðast liðnum. Briddað var upp á þeirri nýung í ár að taka á móti öllum vörum sem tengjast börnum.

Við fengum föt, leikföng, húsgögn, bækur og spil og var af nægu að taka eins og myndirnar sýna.

Fasteignafélagið Eik var svo vinsamlegt að lána okkur húsnæðið að Skeifunni 19 og þökkum við þeim kærlega fyrir.

Það litla sem eftir var, fór ekki til spillis því við settum okkur í samband við Mæðrastyrksnefnd sem kom í lok dags og náði í allt sem eftir var. Svo það er óhætt að segja að þetta hafi allt komist í góðar hendur.

Við þökkum þeim fjöldamörgu sem lögðu leið sína til okkar og styrktu gott málefni annað hvort með því að gefa okkur varning eða kaupa hann.

Hér má sjá umfjöllun um basarinn sem birtist í sjónvarsfréttum Stöðvar2 http://visir.is/barnavorubasar-til-styrktar-kvennadeild-landspitalans./article/2013131129520

Eins eru hér myndir af basarnum sem Ingrid Kuhlman tók.

Vísir.is birti skemmtilega frétt af basarnum stuttu eftir að hann opnaði http://visir.is/-barnavorubasar-fer-vel-af-stad./article/2013131129564 eins og sjá má í meðfylgjandi frétt að þá myndaðist röð fyrir utan áður en herlegheitin hófust.