fbpx

Þann 18. september sl. hélt Svava Kristín Ingólfsdóttir söngkona minningartónleika til minningar um dótturdóttur sína Karenu Mist Kristinsdóttur sem lést skyndilega 23. desember sl. 7 vikna gömul og til minningar um börn er látist hafa úr vöggudauða, veikindum eða í slysum.

Á tónleikunum komu fram m.a. einsöngvararnir Anna Sigga, Gréta Hergils, Edda Austmann, Hanna Björk, Björg Birgisdóttir, Svava Kristín og fleiri góðir, Kór Bústaðakirkju, Jónas Þórir á píanó og Jón Þorsteinn sem vakið hefur mikla athygli sem harmonikkuleikari og aðrir hljóðfæraleikarar.

Svava Kristín og dóttir hennar Jóhanna afhentu Ingrid og Hildi úr stjórn Lífs í dag kr. 200.000 í minningu Karenar Mist.

Líf færir þeim hugheilar þakkir fyrir þetta frábæra framlag.