fbpx

Starfsmenn hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi eru í fullum gangi við verkefni sem snýr að endurbótum og uppfærslu á verksmiðjunni í Straumsvík.

Síðustu mánuði hafa þeir verið með öryggisátak á vinnusvæðinu sem snýr að skilum svokallaðra samskiptakorta, en á þeim gefst verktökum færi á að koma á framfæri ábendingum um aðgerðir sem geta haft jákvæð áhrif á öryggi þeirra sem vinna á svæðinu, heilsu og starfsumhverfi. Til að hvetja starfsmenn til að hugsa um eigið öryggi sem og samstarfsmanna sinna, var ákveðið að gefa ákveðna fjárhæð fyrir hvert samskiptakort sem skilað er inn og hafa verktakar Rio Tinto Alcan þannig tækifæri til að safna fé til styrktar góðgerðarsamtökum á Íslandi.

Í júlí söfnuðust 150.000 ISK og var ákveðið að Líf skyldi njóta góðs af söfnun mánaðarins.

Meðfylgjandi er mynd af afhendingu styrksins. Elín Sveinsdóttir og Edda Sveinsdóttir tóku á móti styrknum fyrir hönd Lífs. Á myndinni er einnig Inga Dóra Guðmundsdóttir fulltrúi Rio Tinto Alcan.