fbpx

Í maí hélt starfsfólk á skrifstofu N1 árlegan tiltektardag. Á þeim degi var jafnframt haldið uppboð á ýmsum vörum ofl. sem þau eiga í fórum sínum á skrifstofunni. Ágóðinn rennur ávallt til góðs málefnis. Að þessu sinni langaði þau að styrkja Líf styrktarfélag um 183.420 kr.

Samhliða tiltektardeginum var mikil gleði, búningar, grill ofl. eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Líf færir N1 innilegt þakklæti fyrir frábært framtak.