fbpx

Líf styrktarfélag tók í dag á móti fimm fræknum fulltrúum frá Soroptimistaklúbbi Seltjarnarness. Klúbburinn hélt opið golfmót til styrktar Líf 25. ágúst sl. Leiknar voru 9 holur og í mótslok voru veitingar og verðlaunaafhending. Klúbburinn náði að safna kr. 350.000 tul styrktar Líf.

Soroptimistar eru framsækin og sveigjanleg alþjóðasamtök fyrir nútímakonur í stjórnun og öðrum sérhæfðum störfum. Soroptimistar stuðla að heimsmynd þar sem konur og stúlkur ná í sameiningu fram því besta sem völ er á, bæði sem einstaklingar og sem hópur, og þar sem þær geta látið drauma sína rætast og til jafns við aðra skapað sterk og friðsöm samfélög um allan heim.

Soroptimistar hvetja til aðgerða og skapa tækifæri til að breyta lífi kvenna og stúlkna með fjölþjóðlegu samstarfi og alþjóðlegu félaganeti. Soroptimistar hvetja til jafnræðis og jafnréttis; skapa öruggt og heilsusamlegt umhverfi; auka aðgengi að menntun; efla leiðtogahæfni og hagnýta þekkingu til sjálfbærrar framtíðar.

Líf sendir öllum systrum Soroptimistaklúbbs Seltjarnarness innilegt þakklæti fyrir frábært framtak í þágu Líf.