fbpx

Erna Hrund förðunarbloggari á trendnet.is skellti sér í Kolaportið á dögunum og seldi snyrtivörur og ýmislegt fleira og rann ágóðinn af þessum vörum allur til Líf styrktarfélags. liferna

Við kunnum Ernu Hrund okkar bestu þakkir fyrir og buðum henni í smá heimsókn til okkar á Kvennadeildina svo hún gæti séð það mikilvæga starf sem þar er unnið og til að sjá hvað Líf styrktarfélag stendur fyrir.

Á myndinni eru Þórunn Hilda framkvæmdastjóri Lífs, Erna Hrund söfnunarsnillingur og Hildur Harðardóttir yfirlæknir kvenlækningar / meðgöngu- og fæðingardeild og stjórnarmeðlimur í Líf.