fbpx

Margir aðilar hafa lagt hönd á plóginn og unnið ómælda vinnu í þágu Líf. Líf er mjög þakklátt Hvíta húsinu en þau gáfu hugmyndina að herferðinni og bolunum. Alex Jónsson og Sigrún Gylfadóttir hjá Hvíta húsinu hönnuðu bolina sem hafa fengið mjög jákvæðar viðtökur. Bernhard Kristinn Ingimundarson ljósmyndari tók myndirnar í auglýsingarnar. Strákarnir hjá fyrirtækinu Netheimur hönnuðu heimasíðuna fyrir Líf og settu upp Facebooksíðuna. Allir þessir aðilar gáfu vinnu sína. Líf færir þeim öllum hugheilar þakkir fyrir ómetanlegt framlag.