fbpx

Stjórn Lífs vill hvetja félaga til þátttöku í nefndarstarfi fyrir Líf. Stofnaðar hafa verið fjórar nefndir sem félagsmenn geta tekið þátt í að móta og starfa við. Nefndir félaga eru mjög mikilvægar fyrir árangursríkt starf og því hvetjum við alla sem hafa áhuga að velja sér nefnd og taka virkan þátt í skemmtilegu og gefandi starfi.

1) Sölunefnd
Markmið sölunefndar er að finna dreifileiðir fyrir vörur sem seldar eru til styrktar Líf og koma með tillögur að nýjum vörum.

2) Fjáröflunarnefnd
Markmið fjáröflunarnefndar er að koma með tillögur til fjáröflunar og virkja fólk til þátttöku.

3) Vef- og fréttanefnd
Hlutverk vef- og fréttanefndar er að nýta vefinn sem miðil fyrir Líf auk þess að koma Líf á framfæri í fjölmiðlum.

4) Fræðslunefnd
Hlutverk fræðslunefndarinnar er að halda utan um fræðslu (fyrirlestra, ráðstefnur, málþing) sem haldin verða á vegum Styrktarfélagsins Líf.

Gert er ráð fyrir 4-6 félagsmönnum í sölunefndina og mun einn af þeim taka að sér stjórn hennar.

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í nefnd geta haft samband við Ingrid Kuhlman meðstjórnanda,ingrid@thekkingarmidlun.is