fbpx

Við erum afskaplega stolt af því að kynna Mæðra- og nýburapakkann okkar sem við settum saman í samstarfi við Rekstrarvörur.

Í honum er að finna allt sem móðir og barn þurfa fyrstu dagana eftir fæðingu, eins og nýburableiur, taubleiur, stór dömubindi og minni, græðandi krem, netbuxur, undirbreiðslur, grisjubox og grisjur, brjóstaplástur og handspritt. Auk þess eru í kassanum falleg mánaðarspjöld LÍFS sem tilvalið er að nota þegar taka á myndir af börnunum fyrstu mánuðina. Margt í kassanum er ekki hægt að kaupa í því magni sem hentar og því er upplagt festa kaup á pakkanum og spara þannig óþarfa vörukaup og styrkja í leiðinni gott málefni en ágóðinn af sölu pakkans rennur beint til LÍFS.

Ingrid Kuhlman, formaður LÍFS og Sigurlaug Kristjánsdóttir, mannauðsstjóri Rekstrarvara, afhentu Sölku Sól pakkann á dögunum en hún og eiginmaður hennar, Arnar, eiga von á barni á næstu mánuðum.

Mæðra- og nýburapakkinn fæst í Rekstrarvörum, Réttarhálsi 2, og kostar 11.888,-