fbpx

 

Hlin&Co, HAF Studio, Kvennadeild Landspitalans, Líf Styrktarfélag og svissneska hugveitan W.I.R.E. bjóða þér á annarskonar viðburð á HönnunarMars 2014.NEW_Front_FUTURE_HOSPITAL_icelandic_web

EFNi :  Sjúkrahús framtíðarinnar sem hefur fólk í fyrirrúmi séð með augum Kvennadeildar.
Viðburðurinn er hluti af samstarfi Kvennadeildar Landspítalans, Líf Styrktarfélags, HAF Studio og hlín&Co sem miðar að því að innleiða hönnunarhugsun við endurbætur og sköpun framtíðarsýnar Kvennadeildarinnar. Samstarfið hófst vorið 2012 með námskeiði í upplifunarhönnun við Listaháskóla Íslands með Kvennadeildina að viðfangsefni. Viðburðurinn er einnig hluti af röð viðburða um “Sjúkrahús framtíðar með fólk í fyrirrúmi” sem W.i.R.E. og hlin&Co standa fyrir.
Markmiðið með viðburðinum er að deila þekkingu, teygja huga, inspírera og fá fram nýjar hugmyndir og tillögur að framtíðarsýn fyrir Kvennadeild framtíðarinnar. Unnið verður úr niðurstöðunum og þær notaðar í uppbyggingarstarfi framtíðar.

SNIÐ: WARP CONFRENCE
Hefðbundnar ráðstefnur eru byggðar upp á tveimur meginþáttum; annarsvegar valdastrúktúrum hugsunar og nálgunar til þekkingarsköpunar og hinsvegars dreifingar þekkingar innan faggreinanna sjálfra. Sama fólkið hittir hvert annað, aftur og aftur og ræðir sömu reynsluna og hugmyndirnar. Óumflýjanleg útkoma þessa er “meira af því sama”. Þetta er það sem WARP CONFERENCE reynir að taka á. Það eru ekki sérfræðingarnir sem eru í miðpunkti á WARP CONFERENCE, heldur bein samskipti þáttakendanna og þekkingarflæði þeirra á milli. Þessu er reynt að ná fram með því að nota tækni hraðstefnumóta, sem í stuttu máli snýst um tveggja manna tal fólks úr ólíkum greinum, með ólíkan bakgrunn: arkitektar tala við götulistamann, stjórnmálafólk við rithöfunda og bílahönnuðir við líffræðinga. Í stuttu hugarflugi er þannig leitað nýrra hugmynda og þær þróaðar í tillögur að framtíðarsýn og aðgerðum fyrir kvennadeild framtíðarinnar. The word „warp“ comes from science fiction literature and refers to the faster-than-light propulsion systems of space ships.

SKRÁNING Á VIÐBURÐINN:

skraning@gefdulif.is fyrir 25.Mars 2014
Viðburðurinn fer fram á ensku og íslensku

Hugveita á HönnunarMARS 2014
26.mars kl 17–19
ATH! breytt staðsetning Kvennadeild LSH Landspítalalóð, Reykjavik

DAGSKRÁ:

17:00 VELKOMIN! Hlin Helga Guðlaugsdóttir, upplifunarhönnuður,  kennari við Konstfack, stofnandi Hlin&Co.

17:10 Að sjúkrahúsi framtíðarinnar með fólk í fyrirrúmi; Stephan Sigrist, stofnandi svissnesku hugveitunnar W.I.R.E

17:30  Speed at night in the future

18:00 Slow datin

18:30 Niðurstöður kynntar yfir hressingu

19:30 The end

TENGILIÐUR:
hlin helga Guðlaugsdóttir mail@hlinhelga.com, www.hlinhelga.com

HVAR:
Sjávarklasinn
Grandagarður 16
101 Reykjavik