fbpx

Líf, styrktarfélag Kvennadeildar afhenti á dögunum tæki til notkunar við kviðsjáraðgerðir á skurðstofu Kvennadeildar LSH.
Ein eining fyrir kviðsjáraðgerðir felur í sér margvíslega flókinn búnað og kostar tæplega 9 milljónir króna. Líf styrkti Kvennadeildina með því að greiða fyrir helming kviðsjárstæðunnar en Landspítalinn lagði til helming fjármagnsins.
Einnig var gefið höfuðljós til notkunar við margvíslegar aðgerðir í kvenlækningum. Andvirði ljóssins er um 1,3milljónir króna.
Lilja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs þakkaði góðar gjafir og áréttaði hversu mikilvægt það er fyrir spítalann á þessum samdráttartímum að hafa góða styrktaraðila að baki sér.

 

IMG682Á myndinni eru frá vinstri:
Áslaug Svavarsdóttir, deildarstjóri skurðstofu Kvennadeildar, María Hrönn Magnúsdóttir, Kristín Jónsdóttir, yfirlæknir kvenlækninga, Guðmundur Hjartarson, Eva María Hallgrímsdóttir og Hilda Friðfinnsdóttir, öll í stjórn Lífs, Lilja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs LSH og loks Aðalbjörn Þorsteinsson, yfirlæknir svæfinga á skurðstofu kvennadeildar.