fbpx

joladagatal

Líkt og í fyrra að þá hefur AHA.is tekið það að sér að selja jóladagatal félagsins. Þetta er einn af okkar fjáröflunarliðum og nýtum við allan ágóða af sölu þeirra til góðra verka á Kvennadeild Landspítalans.

Jóladagatalinu, sem unnið er í samvinnu við marga þekkta karaktera úr íslenskum barnaævintýrum, er ætlað að vekja börnin okkar til margvíslegra leikja og stytta þeim stundir fram til jóla. Krakkarnir fá nýja mynd til að lita hvern dag þar sem við sögu koma kunnar persónur út Latabæ og Ávaxtakörfunni en einnig má finna þar Skessuna í fjallinu og Lilla apa úr Brúðubílnum svo einhverjar persónur séu nefndar. Hér er þó ekki allt upp talið því Jóladagatal Lífs gefur börnum líka tækifæri til að taka þátt í eldhússtörfum; hver þarf ekki að kunna kúnstina að baka piparkökur og annað gott til jólanna? Loks opnar Jóladagatal Lífs nýjan heim fyrir krökkunum þegar kemur að leikjum og þrautum, en á bak við hvern dag fram að jólum eru margvísleg verkefni sem allir krakkar hafa gaman af að leysa.

Hægt er að nálgast jóladagatalið hér. www.aha.is/joladagatal-lif-styrktarfelag