fbpx

Sumir fóru í skrúðgöngu í dag, kíktu í bæinn og keyptu mögulega blöðru en John Snorri nýtti Þjóðhátíðardaginn til að undirbúa vistir fyrir næstu vikur. Hann er nú staddur í bænum Askoli en í gær flaug hann ásamt hópnum sínum, frá Islamabad til Skardu sem er lítill herflugvöllur í Karakoram fjöllum. Þaðan lá leið þeirra í herfylgd til Askoli um vegi og slóða sem eru mjög erfiðir yfirferðar.

Á mánudaginn heldur hópurinn fótgangandi “út á ísinn” eins og John Snorri orðaði það. Eftir u.þ.b. 7-9 daga ætti hópurinn að ná upp að Bace Camp þar sem hópurinn verða staðsettur í viku. Þá verður hafist handa að leggja línur upp á fyrstu búðir.

Hægt að sjá fleiri myndir á facebooksíðu leiðangursins